Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1317, 117. löggjafarþing 623. mál: eftirlit með skipum (innflutningur og skráning fiskiskipa).
Lög nr. 86 24. maí 1994.

Lög um viðauka við lög nr. 35 30. apríl 1993, um eftirlit með skipum.


1. gr.

     Við lögin bætist svofelldur viðauki:
     Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 8. gr. laganna er heimilt að flytja inn að nýju fiskiskip sem flutt hafa verið úr landi eftir 1. september 1992 vegna þess að þau voru endurnýjuð með öðru skipi á grundvelli 5. gr. laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða, enda fullnægi þau öðrum skilyrðum fyrir íslenskri skráningu skipa.
     Sama gildir um fiskiskip sem keypt hafa verið erlendis frá til veiða utan íslenskrar efnahagslögsögu eftir 1. september 1992 til 30. apríl 1994 enda fullnægi þau öllum skilyrðum fyrir íslenskri skráningu öðrum en ákvæðum 2. mgr. 8. gr.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. maí 1994.